GEORG - GEOthermal Research Group.

Alþjóðlegur rannsóknarklasi í jarðhita

Föstudaginn 13. febrúar, 2009, kynnti menntamálaráðherra úthlutun úr markáætlun Vísinda- og tækniráðs á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Úthlutunin markaði tímamót að mörgu leyti. Aldrei áður hafði jafn stórum styrkjum verið úthlutað til einstakra verkefna.  Stærsta styrknum, 70 milljónum á ári í 7 ár eða samtals 490 milljónir króna, var úthlutað til verkefnisins Alþjóðlegur rannsóknarklasi í jarðhita eða GEORG-GEOthermal Research Group

Verkefnisstjóri verkefnisins er Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingar-verkfræðideild Háskóla Ísland.

Auk Háskóla Ísland standa 19 fyrirtæki, stofnanir og háskólar að verkefninu og má sjá lista þátttakenda hér til hægri.

Í umsögn dómnefndar Rannsóknarráðs segir eftirfarandi:

Mjög greinagóð hugmynd með skýrum markmiðum sem falla að markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Hópurinn er öflugur og það er víðtækt samstarf háskóla, stofnana og fyrirtækja. Mjög áhugavert rannsóknasvið og má búast við miklum ávinningi fyrir íslenskt þjóðfélag í formi nýsköpunar og nýrrar þekkingar. Mun styðja þennan iðnað hér heima og til útrásar. Áætlun er raunhæf.

Heimasíða GEORG er www.georg.hi.is og þar er hægt að fá upplýsingar um verkefnið, markmið þess og þátttakendur.